Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Zeposia 0,23 mg hörð hylki
Zeposia 0,46 mg hörð hylki
Zeposia 0,92 mg hörð hylki
ozanimod

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

  1. Upplýsingar um Zeposia og við hverju það er notað
  2. Áður en byrjað er að nota Zeposia
  3. Hvernig nota á Zeposia
  4. Hugsanlegar aukaverkanir
  5. Hvernig geyma á Zeposia
  6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

1. Upplýsingar um Zeposia og við hverju það er notað

Zeposia inniheldur virka efnið ozanimod sem tilheyrir flokki lyfja sem geta dregið úr fjölda hvítra blóðkorna (eitilfrumna) sem streyma frítt um blóðrásina.

Zeposia er ætlað til meðferðar við eftirfarandi sjúkdómum:

MS‑sjúkdómur

Zeposia er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með MS‑sjúkdóm með köstum og bata þar á milli sem eru með virkan sjúkdóm.

Zeposia hjálpar til við að verjast árásum á taugarnar með því að hindra að ákveðin tegund hvítra blóðkorna nái til heilans og mænunnar þar sem þau geta valdið bólgu og skemmt hlífðarlag tauganna.

Sáraristilbólga

Zeposia er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með miðlungsvirka eða mjög virka sáraristilbólgu.

Zeposia dregur úr bólgunni í sáraristilbólgu með því að hindra að ákveðin tegund hvítra blóðkorna komist inn í vefinn sem þekur görnina að innan.

2. Áður en byrjað er að nota Zeposia

Ekki má nota Zeposia

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Zeposia er notað ef:

Áður en þú byrjar að nota Zeposia mun læknirinn athuga hjartað með því að taka hjartalínurit (EKG).

Ef þú ert með tiltekna hjartasjúkdóma mun læknirinn fylgjast með þér a.m.k. fyrstu 6 klukkustundirnar eftir fyrsta skammtinn.

Þar sem Zeposia getur valdið hækkun á blóðþrýstingi gæti læknirinn viljað athuga blóðþrýstinginn reglulega.

Ef vart verður við óútskýrða ógleði, uppköst, verk hægra megin í kvið (kviðverk), þreytu, lystarleysi, gulnun í húð eða augnhvítum (gulu) og/eða dökkt þvag meðan á meðferð með Zeposia stendur skaltu tala strax við lækninn. Þessi einkenni geta verið vegna vandamáls í lifur.

Fyrir meðferð, meðan á meðferð stendur og eftir að henni er lokið mun læknirinn biðja um blóðprufur til að hafa eftirlit með lifrarstarfseminni. Ef niðurstöður úr blóðprufum benda til vandamáls í lifur getur verið að þú þurfir að gera hlé á meðferðinni með Zeposia.

Þú gætir verið í aukinni hættu á að fá sýkingar á meðan þú notar Zeposia (og í allt að 3 mánuði eftir að þú hættir að nota lyfið). Þær sýkingar sem þú ert með geta versnað. Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú færð sýkingu.

Ef sjóntruflanir, vaxandi máttleysi, klaufska, minnistap eða ringlun koma fyrir meðan á meðferð með Zeposia stendur eða ef þú ert með MS‑sjúkdóm og telur að sjúkdómurinn fari stigversnandi hjá þér, hafðu þá samband við lækninn tafarlaust. Þetta gætu verið einkenni um ágenga fjölhreiðra innlyksuheilabólgu sem er mjög sjaldgæf sýking í heila sem getur leitt til verulegrar fötlunar eða dauða.

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú finnur fyrir verulegum höfuðverk, ringlun eða færð krampa (flog) og sjóntap meðan á meðferð með Zeposia stendur. Þessi einkenni geta verið af völdum heilkennis sem kallast afturkræft aftara heilakvillaheilkenni.

Þar sem Zeposia getur aukið hættu á húðkrabbameini, skalt þú takmarka útsetningu fyrir sólarljósi og útfjólubláu ljósi með klæðnaði og með því að bera reglulega á þig sólarvörn (með háum sólarvarnarstuðli).

Konur sem geta orðið þungaðar

Ef Zeposia er notað á meðgöngu getur það skaðað ófædda barnið. Áður en þú byrjar á meðferð með Zeposia mun læknirinn útskýra áhættuna fyrir þér og óska eftir þungunarprófi til þess að tryggja að þú sért ekki þunguð. Læknirinn mun afhenda þér áminningarkort sem útskýrir hvers vegna þú mátt ekki verða þunguð á meðan þú notar Zeposia. Það útskýrir einnig hvað þú þarft að gera til að forðast þungun á meðan þú notar Zeposia. Þú verður að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í 3 mánuði eftir að þú hættir á meðferðinni (sjá kaflann „Meðganga og brjóstagjöf“).

Ef eitthvað af þessu á við um þig skaltu láta lækninn eða lyfjafræðing vita áður en þú tekur Zeposia.

Versnun á MS-sjúkdómi eftir að meðferð með Zeposia var hætt

Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú heldur að MS-sjúkdómurinn hafi versnað eftir að þú hættir meðferð með Zeposia (sjá „Ef hætt er að nota Zeposia“ í kafla 3).

Börn og unglingar

Ekki má gefa börnum og unglingum yngri en 18 ára lyfið. Þetta er vegna þess að Zeposia hefur ekki verið rannsakað hjá börnum og unglingum.

Notkun annarra lyfja samhliða Zeposia

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Þetta er vegna þess að Zeposia getur haft áhrif á verkun annarra lyfja. Sum önnur lyf geta einnig haft áhrif á verkun Zeposia.

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita áður en þú notar Zeposia ef þú notar eða hefur nýlega notað einhver af eftirtöldum lyfjum:

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ekki nota Zeposia á meðgöngu, ef þú ert að reyna að verða þunguð eða ef þú ert kona sem gætir orðið þunguð og notar ekki örugga getnaðarvörn. Ef Zeposia er notað á meðgöngu er hætta á að valda ófædda barninu skaða. Ef þú ert kona sem gætir orðið þunguð, mun læknirinn upplýsa þig um þessa áhættu áður en þú byrjar á meðferð með Zeposia og óska eftir þungunarprófi til þess að tryggja að þú sért ekki þunguð. Þú verður að nota örugga getnaðarvörn á meðan þú notar Zeposia og í að minnsta kosti 3 mánuði eftir að þú hættir að nota það. Fáðu upplýsingar hjá lækninum um öruggar getnaðarvarnir.

Læknirinn mun afhenda þér áminningarkort sem skýrir hvers vegna þú mátt ekki verða þunguð á meðan þú notar Zeposia.

Láttu lækninn vita án tafar ef þú verður þunguð á meðan þú notar Zeposia. Læknirinn mun ákveða að hætta meðferðinni (sjá „Ef hætt er að nota Zeposia“  í kafla 3). Sérhæft eftirlit með fóstrinu fer þá fram.

Brjóstagjöf

Akstur og notkun véla

Zeposia hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Zeposia inniheldur natríum

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverju hylki, þ.e.a.s. er sem næst natríumlaust.

Zeposia inniheldur kalíum

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (39 mg) af kalíum í hverju hylki, þ.e.a.s. er sem næst kalíumlaust.

3. Hvernig nota á Zeposia

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hversu mikið á að nota

Þegar þú byrjar að nota Zeposia þarft þú að nota lítinn skammt og auka hann smám saman til þess að draga úr áhrifum sem hægja á hjartslættinum.

Hvernig nota á Zeposia

Ef notaður er stærri skammtur af Zeposia en mælt er fyrir um

Ef þú notar stærri skammt af Zeposia en mælt er fyrir um, skaltu hafa samband við lækni eða fara strax á sjúkrahús. Taktu lyfjapakkninguna og þennan fylgiseðil með þér.

Ef gleymist að taka Zeposia

Ef hætt er að nota Zeposia

Þú þarft að byrja aftur á „upphafspakkningu meðferðarinnar“.

Zeposia verður til staðar í líkamanum í allt að 3 mánuði eftir að þú hættir að nota það. Fjöldi hvítu blóðkornanna (eitilfrumnafjöldinn) gæti einnig haldist lítill á þessum tíma og aukaverkanirnar sem lýst er í þessum fylgiseðli geta ennþá komið fyrir (sjá kafla 2 og “Hugsanlegar aukaverkanir” í kafla 4).

Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú heldur að MS-sjúkdómurinn hafi versnað eftir að þú hættir meðferð með Zeposia.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4. Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita tafarlaust ef þú tekur eftir einhverjum af þeim alvarlegu aukaverkunum sem taldar eru upp hér á eftir:

Aðrar aukaverkanir

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú tekur eftir einhverjum af eftirfarandi aukaverkunum:

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig geyma á Zeposia

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Zeposia inniheldur

Lýsing á útliti Zeposia og pakkningastærðir

Pakkningastærðir

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi
Bristol-Myers Squibb Pharma EEIG
Plaza 254
Blanchardstown Corporate Park 2
Dublin 15, D15 T867
Írland

Framleiðandi

Celgene Distribution B.V.
Orteliuslaan 1000
3528 BD Utrecht
Holland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu https://www.ema.europa.eu.

Nálgast má ítarlegar upplýsingar um lyfið með því að skanna QR‑kóðann á ytri umbúðunum með snjallsíma. Sömu upplýsingar liggja einnig fyrir á eftirfarandi vefslóð: www.zeposia-eu-pil.com og á vef Lyfjastofnunar: www.serlyfjaskra.is.